forsíðumynd

Velkomin á ráðningavef N1

N1 sér fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land.

Okkar hlutverk er að halda samfélaginu á hreyfingu með kraftmikilli þjónustu og markvissu vöruúrvali.

Við störfum út frá þremur grunngildum sem eru: virðing, einfaldleiki og kraftur.


N1 hefur hlotið Jafnlaunavottun sem er staðfesting á því að jafnlaunakerfi fyrirtækisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST85:2012. Jafnlaunavottun felur í sér faglega úttekt á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör karla og kvenna.


N1 hefur sett sér stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hjá N1 er einelti talið óviðunandi í hvaða mynd sem það birtist. Við viljum vera virk í að hindra einelti og bregðast skjótt við ef það á sér stað. N1 hefur gert samning við Siðferðisgáttina þar sem starfsmenn geta komið á framfæri til óháðs teymis ef þeir verða fyrir óæskilegri háttsemi á vinnustaðnum eða upplifa vanlíðan í starfi.


Við erum með vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir, fyrsta flokks bílaþjónustu og öfluga fyrirtækjaþjónustu sem gerir N1 að sterkri heild.


 • Hjá N1 starfar úrræðagott starfsfólk með ríka þjónustulund og gott viðmót.

 • N1 starfrækir N1 skólann sem hefur það hlutverk að uppfylla fræðlsuþarfir starfsmanna.

 • N1 stuðlar að jafnrétti á vinnustað.

 • Hvetjum bæði kyn til að sækja um störf hjá fyrirtækinu.


Gildi

Almennt um meðferð starfsumsókna:


 • Eingöngu er tekið við almennum umsóknum í gegnum heimasíðu okkar.


 • Trúnaður ríkir um allar umsóknir sem okkur berast.


 • Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði frá því þær berast, eftir þann tíma er þeim eytt. Ef ekki verður af ráðningu innan þess tíma, þarf að sækja um aftur ef áfram er óskað eftir starfi.


 • Móttaka umsókna er staðfest með tölvupósti. Ef fyrirsjáanlegt er að hæfni umsækjanda og reynsla muni nýtast í lausar stöður, mun verða haft samband við umsækjanda.Vissir þú að:

N1 er eitt stærsta verslunar – og þjónustufyrirtæki landsins.


Hjá N1 starfa um 600 manns, hver og einn starfsmaður er mikilvægur hluti af því gangverki sem N1 er í samfélaginu.


N1 leggur mikla áherslu á fræðslu og starfsþróun við uppbyggingu öflugrar liðsheildar.Öll fræðsla á vegum N1 skólans er starfsmönnum að kostnaðarlausu


19 starfsstöðvar hafa hlotið vottun á alþjóðlega staðlinum ISO 14001.


Öll hjólbarðaverkstæði N1 hafa hlotið vottun samkvæmt gæðakerfi Michelin.


N1 hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo fyrir að vera Framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2015. Fyrirtækið hlaut sérstök verðlaun árið 2017 fyrir samfélagslega ábyrgð, slík verðlaun eru veitt því fyrirtæki sem þykir framúrskarandi í samfélagsábyrgð og hefur markað sér skýra stefnu og markmið í málaflokknum.


right content

Hjá N1 er öflugt starfsmannafélag SN1 sem stendur fyrir ýmsum viðburðum árlega og geta starfsmenn sem greiða í starfsmannafélagið fengið afnot af orlofshúsum í eigu félagsins.

 • Störf í boði
 • N1 hf.
 • Dalvegur 10-14
 • 200 Kópavogur
 • Sími: 440-1000
 • Kt: 540206-2010
 • n1@n1.is